Álfavíxl
Komst að því í dag að leynivinur minn sem ég hef verið að pukrast utan í síðustu daga með gotti og glysi, er einnig búinn að vera að pukrast í kringum mig með viðlíka gjörningi. Talandi um tilviljanir. Er á leiðinni í jólahangiketið upp í skóla, er bara svo nýtin á tímann á meðan ég bíð eftir að renni í baðið að ég ætla ða blogga fáeinar línur.
Síðustu daga hafa bókstaflega flogið áfram og ég hvergi nærri búin að kaupa allar jólagjafirnar, ekki hafið mig í neina jólahreingerningu, ekkert byrjuð að skreyta, jólakortin enn í startholunum og það sem er allra best þá er ég ekkert sértaklega stressuð yfir þessu öllu saman. Jólin koma.....þegar þau koma. En mikið verður gott að komast í "frí" og geta gert allt þetta sem ég á eftir að gera.
Síðustu daga hafa bókstaflega flogið áfram og ég hvergi nærri búin að kaupa allar jólagjafirnar, ekki hafið mig í neina jólahreingerningu, ekkert byrjuð að skreyta, jólakortin enn í startholunum og það sem er allra best þá er ég ekkert sértaklega stressuð yfir þessu öllu saman. Jólin koma.....þegar þau koma. En mikið verður gott að komast í "frí" og geta gert allt þetta sem ég á eftir að gera.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home