mánudagur, desember 06, 2004

Orðskrípi

Er orðin svo tæknilega sinnuð að ég leyfi 9 ára nemendum mínum að senda mér "ritgerðir" í tölvpósti. Átti ekki von á því að margir myndu nýta sér þetta kostaboð en þessar elskur eru alltaf að koma mér á óvart. Í dag "kom" svo til okkar hin snaggaralega skólasveinka sem ber hið glæsileg nafn - Lipra. Á morgun kemur svo hann Einkunnasníkir, sveinn sem kann sko að "meta" hlutina og vill vita hvar hann stendur á skalanum 1-10.


"Gerðardómsflóttasamningurinn" alræmdi var samþykktur í dag með 51% atkvæða. Finnst ykkur þett ekki langt og skemmtilegt orðskrípi? (Annars finnst mér orðið orðskrípi óttalegt orðskrípi. Sannalega orð sem segir sig sjálft.) Það var að vitað að þetta yrði naumt í hvora áttina sem færi. Svo túlka menn niðurstöðurnar hver með sínum hætti. Kannski má segja að það jákvæða sem kom út úr þessu ferli var það að við seldum ekkert í þetta sinn til þess að ná frá auknum tekjum. Ég held að baráttan sé ekki búin. Þetta er einungis "tæmát" (eins og þeir segja í körfunni) til þess að endurskipuleggja og móta nýja og áhrifaríkari taktík.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home