Álfaljóska
Hinn árlegi álfaleikur byrjaði í dag. Ég fékk agalega fínt kerti frá mínum álfavini og ég gaf mínum vini gómsæta gjöf. Segi ekki meir...svo ekki komist upp um mig. Verð að halda vel á spöðunum til þess að finna út hver er minn álfur fyrir föstudagshangiketið. Það myndi náttúrulega ganga betur ef maður fengi einhverjar vísbendingar. Auglýsi eftir svoleiðis... Annars var dagurinn bara verulega fínn kennslulega séð og nemendur áhugasamir og skemmtilegir. Það kom eitt gott komment frá einum kýrskýrum í íslenskutíma í morgun sem ég ætla að deila með ykkur. Við vorum að ræða um "jákvæð" og "neikvæð" orð. Hér er um að ræða orð sem eru í eðli sínu jákvæð en geta orðið neikvæð sé öðru orði bætt við það. Dæmi: sól er jákvætt orð en sé orðinu bruni bætt við verður það neikvætt orð -sólbruni. Krakki er sömuleiðis jákvætt orð en ef bætt er við orðinu ormur verður til neikvætt orð. Krakkarnir voru svolítið að leika sér með þetta þegar ein stelpan segir: "En orðið ljós er hægt að gera það neikvætt?" Það kom smá umhugsun í bekknum en þá læddi einn lítill út úr sér "jú, það er hægt....ljóska." Okkur fannst þetta bara brilliant - en ykkur? |

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home