Eitt ár enn í sarpinn
Á morgun þegar ég vakna, verð ég orðin árinu eldri. Vonandi verð ég líka vitrari og betri, en það er kannski til of mikils mælst þegar komið er á minn aldur:-) Það er því við hæfi að óska móður minni til hamingju með daginn, þar sem tilvera mín (og minna barna) er öll henni að þakka. Takk mammsa mín! - án þín væri ég ekki til. Ætla eyða afmælisdeginum í foreldraviðtöl. Ekki svo slæmt. Þar sem þetta er fyrsta foreldraviðtal vetrarins, þá er þetta um leið fyrsta almennilega tækifærið sem ég hef haft til þess að kynnast foreldrum nemenda minna. Hlakka bara til. Um kvöldið ætla ég að skella í sossem eina köku til að eiga ef einhverjir skemmtilegir ákveða að kíkja á gamalmennið. En óttist eigi.......tengdamamma sendi mér líka þessar fínu smákökur sem ég get gripið til ef baksturinn mistekst eitthvað hjá mér. |

1 Comments:
Til hamingju með daginn! elskan mín.
Ég er stolt og glöð að hafa fætt þvílíkan gullmola,
heiðalega,trausta,skemmtilega og góða manneskju.
sem hefur þroskast af visku gegnum árin.
Guð gefi þér góðan dag, og alla framtíð.
Sjáumst í kvöld.
mamms
Skrifa ummæli
<< Home