föstudagur, desember 10, 2004

......

Átti hinn ljúfasta afmælisdag á miðvikudaginn. Yndislegir nemendur komu ásamt foreldrum í stíl í fyrsta foreldraviðtal vetrarins. Í stuttu máli þá gekk þetta allt svo vel og þægilega fyrir sig að dagurinn var liðinn á örskotsstund. Þegar heim kom beið mín gjöf og heimatilbúinn kveðskapur frá bóndanum. Ekki dónalegt að fá vísu - kona komin á minn aldur. Um kvöldið kíktu svo mágkonur mínar og Sunneva Skuggaskelfir, mammsa, Kalli, unglingarnir tveir og vinkonur mínar í heimsókn. Takk fyrir að koma og kíkja á mig og sömuleiðis til þeirra sem hringdu og köstuðu á mig afmæliskveðju.

Þó það standi ekki yfir námsmat eins og venjulega á þessum tíma árs hjá okkur, þá er feykinóg að gera. Skólasveinarnir halda okkur við efnið með daglegum "heimsóknum". Í gær kom feitlagin sveinka sem heitir Matarstúfa með lítið stærðfræðiverkefni og í dag kemur tvíburabróðir hennar Saumastúfur. Sveinarnir og sveinkurnar eru að vakna til lífsins á veggjunum í stofunni okkar og að auki fær hver og einn/ein sitt einkagæludýr sem er sérvalið fyrir viðkomandi.

Það var til umræðu á þingi í dag hversu ókurteisir þingmennirnir væru orðnir í þingsölunum. Dónaleg frammíköll og umburðaleysi virðist einkenna margan þingmanninn. Held að þetta sé bara enn eitt merkið um agaleysi samfélagsins. Kannski er þetta líka íslenska skólakerfinu að kenna? Hver veit.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home