Duglega ég
Í dag var ég sko dugleg. Ég tók allt eldhúsið í gegn, henti gömlum og útrunnum vörum og dagblöðum, þreif skápa, borð og gluggakistur og skúraði gólfið á eftir. Svo tók ég líka til í sjónvarpsherberginu, setti í þvottavél og skúraði og skrúbbaði allt baðherbergið. Þessar tilfæringar þýða bara eitt. - Ferð í Endurvinnsluna á morgun. Svo bakaði ég smákökur, gaf liðinu hamborgara að borða og fór svo í Smáralind og verslaði nokkrar jólagjafir. Þegar ég kom heim skrifaði ég helminginn af jólakortunum og leysti umb. helminginn af sunnudagskrossgátunni. Ákvað svo að kíkja aðeins í tölvuna og blogga svolítið. Þetta var sem sagt hinn undalegasti dagur.
Jólahangiketsátið upp í skóla tókst að venju vel. Maturinn var góður og félagsskapurinn enn betri. Skólastýran okkar reið á vaðið og söng frumortan texta við undirleik deildastjóra yngra stigs. Skemmtileg uppákoma hjá þeim stöllum. Aðal-ræðukona kvöldins var svo hún Guðrún og mæltist henni afar vel. Var bæði fyndin og fundvís á umræðuefni. Veitt voru hin árlegu Bjartsýnisverðlaun Borgaskóla og hlutu þær Kristín leikfimiskennari og Eiríka trúnaðarmaður þau verðlaun...og voru vel að komnar. Bryndís flutti okkur svo afar hnyttnar og skemmtilegar vísur um jóla-andana 13 og naut stuðnings einnar "ljós-móður" við flutninginn. Að lokum var svo hulunni, af því hver ætti hvaða álf, lyft. Ég vissi minn..og hann vissi um mig, svo þetta var lítið leyndarmál fyrir okkur, en það var gaman að sjá hver hafði haft hvern og heyra um vísbendingarnar sem fólk hafði fengið.
Jólahangiketsátið upp í skóla tókst að venju vel. Maturinn var góður og félagsskapurinn enn betri. Skólastýran okkar reið á vaðið og söng frumortan texta við undirleik deildastjóra yngra stigs. Skemmtileg uppákoma hjá þeim stöllum. Aðal-ræðukona kvöldins var svo hún Guðrún og mæltist henni afar vel. Var bæði fyndin og fundvís á umræðuefni. Veitt voru hin árlegu Bjartsýnisverðlaun Borgaskóla og hlutu þær Kristín leikfimiskennari og Eiríka trúnaðarmaður þau verðlaun...og voru vel að komnar. Bryndís flutti okkur svo afar hnyttnar og skemmtilegar vísur um jóla-andana 13 og naut stuðnings einnar "ljós-móður" við flutninginn. Að lokum var svo hulunni, af því hver ætti hvaða álf, lyft. Ég vissi minn..og hann vissi um mig, svo þetta var lítið leyndarmál fyrir okkur, en það var gaman að sjá hver hafði haft hvern og heyra um vísbendingarnar sem fólk hafði fengið.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home