miðvikudagur, desember 01, 2004

Skólasveinar..og sveinkur

Í morgun skreiddist upp úr kjallara Borgaskóla splúnkunýr gaur. Hann heitir Bókastúfur Keppsson og er einn af 12 systkinum sem nemendur okkar hafa diktað upp. Þetta eru sem sagt skólasveinarnir og sveinkurnar tólf (við erum nefnilega svo jafnréttislega sinnuð). Bókastúfur sendi nemendum langt og "lúðalegt" bréf með litlu verkefni. þetta vakti almenna kátínu hjá krökkunum sem kepptust við að búa til Skólasveinabók fyrir Bókastúf. Næstu 11 skóladaga munu hin systkinin mæta á svæðið og gauka að krökkunum ýmsu smálegu. Þetta verður örugglega ágæt upphitun fyrir hina gamaldags jólasveina. Á morgun kemur svo hin eiturhressa sveinka sem ber nafnið Húsvarðarhrella. Það eru óneitanlega spennandi tímar í væntum.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home