Af jólastússi
Bloggleti mín, (sem má glöggt merkja á síminnkandi færslum), stafar einkum og sér í lagi af miklu annríki þessa dagana. Auk almenns skólanáms, erum við að setja okkur í "jólagírinn" með öllu því sem því stússi fylgir. Jólaföndur, álfaleikur starfsfólks, skreytingar á stofum, jólakortagerð, jólasöngur og margt fleira. Þetta er gaman en heilmikið puð, eins og þeir vita sem reynt hafa. Skólasveinkan Húsvarðahrella sendi nemendum bréf í dag og vakti hún mikla lukku. Húsvörðurinn okkar tók góðfúslega þátt í "leiknum" og birtist með bréfið frá henni "ævarreiður" í dag. Á morgun kemur svo hinn værukæri Letilúði. Ég hef þess vegna setið í kvöld og dundað við að búa til söngtexta um hann til að syngja á morgun....en nú hef ég smitast af þessum lúða og segi bara "Æi, ég nenni ekki að skrifa meira - er farin að lúlla!". |

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home