þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Þriðjudagur til þrautar....

Var að skríða í hús eftir smástopp í Bónusinum á leiðinni heim. Kaus í dag og setti seðilinn minn í fína appelsínugula kjörkassann okkar á kennarastofunni. Held að við séum flest búin að gera upp hug okkar varðandi þessa tillögu. Það er eitt annað sem mér finnst asnalegt það er að við skulum vera að kjósa um tvo samninga í einu , samning gagnvart kennurum og skólastjórnendasamninginn. Þetta er tveir aðskildir samningar og á að kjósa um þá í sitthvoru lagi af þeim sem hlut eiga að máli. Annað er bara bull. Hversvegna skildum við eiga rétt á því við fella góðan samning hjá þeim ef okkar er slæmur og öfugt?

Svartir
stafirnir

Leggja lykkju á
leið sína

Orðin hafa
villst

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home