Það var blendin tilfinnig sem hríslaðist um mig í morgun þegar ég tók á móti nemendum mínum. Allir verulega kátir með að byrja í skólanum aftur og virtust koma ágætlega undan verkfalli. Þar sem nemendur fá venjulega að velja að verulegu leyti hvað og hversu mikið þeir vinna í heimavinnu þá komu góð skil á henni til mín í dag. Og þar sem hluti af eftirmiðdeginum fór í fund um miðlunartillöguna margfrægu þá þurfti ég að taka 10 kíló af heimavinnu til að fara yfir, með mér heim í dag (því ég komst bara yfir hluta af henni fyrir klukkan 5) og ætla að reyna að dunda mér við að fara yfir þetta í kvöld hér heima. En óneitanlega var gaman að hitta þessa "engla" aftur :) ..og gott ef þau höfðu ekki saknað okkar líka. Þegar heim var komið beið mín pósturinn frá Ríkissáttasemjara og ég beðin um að krota X á seðil og senda til baka. Það var fljótgert og þetta verður sent á morgun. Hafði það í huga þegar ég krossaði að ég var ekki að kjósa um áframhaldandi verkfall (því að ég vil það ekki), heldur um hvort þessi tillaga væri nægilega góð og skilaði mér viðunandi launum (því það er það sem ég vil). Fékk líka útborguð laun, sem ég kem að öllum líkindum til með að skulda þegar upp er staðið....en ce´ la vie .... lífið er lotterí og ég tek þátt í því:)
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home