Með næstum allt á hreinu
Fór og horfði á heimasætuna keppa í handbolta í gær með liði sínu Fjölni júnæted. Þær kepptu um 3ja sætið í 5. flokki og sigruðu glæsilega lið Fram með 10 mörkum gegn 2. Þær voru frekar kátar með sigurinn og höfðu vel efni á því. Um kvöldið bauð ég svo mínum ektamaka á sýninguna Með næstum allt á hreinu, sem sýnd var á Breiðvangi. Okkur verkfallslúðunum hafði nefnilega áskotnast 600 miðar á þessa frumsýningu og máttum við bjóða einum gesti með okkur hvert. Þarna mættum við, tímanlega eins og kennara er siður en fengum auðvitað engin sæti. Gerði ekkert til því útsýnið úr stiganum var fínt. Mér fannst sýningin skemmtileg. Kabarettseruð útgáfa af lögum Stuðmanna var ágætlega flutt af góðkunnum söngvurum og leikurum. Hljóðblöndunin hefði sumstaðar mátt vera betri, þar sem söngurinn kom ekki alltaf nógu skýr í gegn. En góð skemmtun og vel þes virði að sjá. Svo var ball með Brimkló á eftir en við nenntum ekki að vera á því og fórum bara heim. Horfði á Bridget Jones Diary á spólu eftir að ég kom heim. Í fyrsta sinn sem ég sé þessa mynd, og komin tími til. Las bókin fyrir mörgum árum og hafði mjög gaman af. Held að ég sé að verða væmnari með árunum, amk. finnst mér alltaf meira og meira gaman að horfa á svona rómantískar gamanmyndir, jafnvel þó ég þurfi að sitja ein yfir þeim. DV verður alltaf vafasamara í fyirsögnum sínum. Hver man ekki eftir. "Hjó mann í höfuðið með öxi. - Meintur meðjálpari ófundinn!" Meðhjálpari!??? Eru þá aðstoðarmenn í kirkjum orðnir vitorðsmenn. Held það sé spurning um að kaupa orðabók handa Djévöffurunum, svo þeir verði líka með næstum allt á hreinu. |

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home