fimmtudagur, október 07, 2004

Lygavefur

Ég á ljóð dagsins á ljóð.is í dag. Það heitir Lygavefur. Endilega kíkið á þennan skemmtilega vef og opnið ykkar eigin ljóðasíðu. Þið hafið ekkert betra að gera en að yrkja svolítið og/eða skoða yrkingar annarra íslenskra skúffuskálda á þessu síðustu og verstu verkfallstímum:) .


Orðin skriðu út úr honum

skrykkjótt og loðin

eins og svartar kóngulær.

Spunnu glitrandi vef milli tungu og hjarta.

Spunnu glitrandi vef milli himins og jarðar.

Spunnu glitrandi vef lyga og ljóða.

Bara til að hafa mig góða.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home