Gleðilegt Sumar!
Annasöm vika að baki. Vika sem fór að mestu leyti í undirbúning fyrir "trú og list"- sýninguna okkar í 4. bekk. Sýningin var svo í gær í "hátíðarsal Borgaskóla. Þar voru 17 velæfð atriði (dans, ljóðalestur, fróðleikur, leikrit) flutt við ómælda hrifningu aðstandenda þeirra sem sýndu. Að lokinni sýningu buðu nemendur svo sínu fólku upp í stofu þar sem þau sýndu afrakstur vetrarins og var gaman að sjá hversu stolt þau voru af vinnunni sinni og þá var ekki ekki síður gaman að sjá hve jákvæðir og áhugasamir foreldrar þeirra voru. Ég er að komast á þá skoðun að íslenskir foreldrar hljóti að vera í nokkurri framför...þ.e. ef tekið er mið að foreldrum 95´árgangsins. En eins og það væri ekki nóg að standa í þessu stússi ....(þeir sem reynt hafa vita hvað ég á við) þá skrapp ég alla leið út á Seltjarnarnes á þriðjudaginn og hélt fyrirlestur um einstaklingsmiðaða skipulagið okkar fyrir kennara Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla. Ætla að vona að þeir hafi haft jafngaman (og einnig gagn) að því að hlusta á mig og ég hafði af því að heimsækja þá. Um kvöldið hentist ég svo aftur af stað á aðalfund Kennarafélags Reykjavíkur og kaus nýjan formann og 3 nýja meðlimi í stjórnina. Ég var nokkuð sátt við úrslit kosninganna, þó ekki hefðu allir sem ég kaus komist að. |

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home