sunnudagur, desember 26, 2004

Ótrúlegt....

..... en satt. Þá er fyrsta veisluhrinan að baki og afmæli eiginmannsins og áramótin í sjónmáli. Ég lifði af veislustjórnina og ótrúlegt nokk þá klúðraði ég engu. Á aðfangadagskvöld bauð ég mömmsu og Kallanum hennar í mat og eldaði hamborgarahrygg. Verð að segja að mér tókst bara ótrúlega vel upp. Leið á tímabili eins og ég væri tengdamóðuir mín að elda því þetta lék svo í hondum mér :-) Kannski erfitt að eyðileggja jafnmikið úrvals hráefni og þennan hrygg sem fenginn var frá Kidda frænda. Gjafir fjölskyldunnar voru miklar og ótrúlega góðar. Ég fékk eins og venjulega bestu gjafirnar. Það segir amk. mitt fólk. Í gær fórum við svo í árlegt jólaboð hjá tengdó og kíktum líka við hjá mömmsu í smáheimsókn. Þetta er alltaf ljúft og ótrúlega gaman og ómissandi að hitta fólkið sitt á jólunum. Í dag tókum við því svo bara verulega rólega eins og svo margir. Skrapp samt með heimasætunni og þeim sjö ára á hina ótrúlega skemmtilegu mynd "The Incredibles" (Hin ótrúlegu). Þetta er tilvalin mynd til að fara á með fjölskyldunni. Mæli eindregið með henni.

Fengum líka fullt af ótrúlega frábærum jólakortum, þrátt fyrir að ég hafi ekki sent eins mörg kort út þetta árið og venjulega. Ákvað nefnilega að reyna að nota netið meira þetta árið. Finnst það samt ekki eins gaman og því ætla ég að hverfa aftur til fortíðar á næsta ári og senda öllum gamaldags handskrifuð kort. Í öllu falli þá vil ég þakka öllum þeim sem sendu okkur "alvöru" kort ástsamlega fyrir. Án ykkar hefði ekki verið eins gaman að "lesa upp" á aðfangadagsvöld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home