Rölt í rokinu
| Eftir að hafa fokið , ásamt nokkrum hressum kvinnum um Grafarvoginn, skellti ég mér upp í verkfallsmiðstöð. Þar var mannmargt að venju, enda var auglýst að "foringinn" myndi ávarpa lýðinn og segja fréttir af samningaviðræðunum. Eiríkur sagði fátt, en þó það að eitthvert samkomulag hefði náðst um vinnutímaskilgreininguna (einkum það sem teldist til 9,14).Hverskonar samkomulag náðist, gat hann ekki sagt frá, vegna hugsanlegs leka til fjölmiðla. Hann hefði þó ekki þurft að hafa neinar áhyggjur af því, þar sem enginn alþingismaður var á staðnum.
Sá í fréttum að skólastarf í þeim skólum sem fengu undanþágur er hafið, nemendur að vonum kátir , en kennarar beggja blands, finnst sem von er súrt í broti að láta aðra berjast fyrir sig. Lögfræðingurinn í undanþágunefnd vil náttúrurlega að öll fötluð börn, líka þau sem eru í almennu skólunum fái undanþagu, eins auðvelt og það er í framkvæmd. skil ekki svona fólk, veit það ekki að í verkfalli er öll stéttin í verkfalli, að öðrum kosti er lítill slagkraftur í því. Annars hef ég aldrei skilið hvernig ríkið getur sett lög um skólaskyldu í landinu en skuldbindur sig svo ekki til að framfylgja henni með neinum hætti. Og hvernig getur sétt eins og við haft lögbundinn verkfallsrétt, en megum þó helst ekki beita honum þegar allt þrýtur, öðru vísi en vera úthrópuð sem vont fólk sem nýtur þess að kvelja börn, helst fötluð börn? Er sammála Þórhöllu með það að skólarnir ættu að vera reknir af sveitarfélögum, en ríkið greiði kennurum laun. |

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home