Af fífum og fíbbblum
Hugleiðingar um kjör þjóðarblóms. Sá þessa fyrirsögn og fór strax að hugsa um hverskonar kjör þjóðarblóminu væri eiginlega boðið upp á. Hvers er krafist að því, hvar fær það að vera, hvað stendur því til boða, fær það ókeypis aðhlynningu og næringu við hæfi? Mér finnst gott að blóm fái þessa athygli, enda mikilvægt að þjóðin eigi sér þjóðarblóm sem það getur hafið til skýjanna meðan önnur ómerkari blóm eru fótum troðin og látin afskiptalaus. Leit svo aðeins betur á geinina og sá að greinin fjallaði um hvaða blóm beri að velja sem þjóðarblóm Íslendinga. Konan sem skrifaði greinina vill að fífan verði valin sem þjóðarblómið, af því að sé eins og Íslendingar villt og gróf, hún sé bæði á hálendi, sem og láglendi og standi blóma lengst í blóma. Ég get alveg verið sammála konunni um fífuna en svo jafnræðisreglan sé virt, þá finnst mér að við verðum einnig að velja karlblóm og þá er blessaður fífillinn upplagður. Nafnið fífill er sennilega komið af fífunafninu. Þ.e.a.s. fífa-vill (verða) sem rann svo saman í nafnið fívill og svo fífill. Það eru ekki margir sem vita þetta, en nú er leyndarmálinu loks uppljóstrað.
|

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home