Raunaleg laun
Maður lifir ekki á laununum einum saman. -Sverrir Stormsker- Fékk útborgað í dag 0 krónur. Með reikningskúnstum tókst þeim að láta mig komast hjá því að borga mörg þúsund krónur til baka. Það var bara dregið að ýmsum gjöldum sem ég hafði verið búin að borga, og svo átti ég svolitla forfallakennslu inni. Kannski fæ ég nokkrar krónur úr verkfallssjóðnum á næstu dögum. Þrú þúsund krónur á dag í 10 daga gera 30.000. Þessir "digru" sjóðir okkar kennara sem við höfum safnað í til þess að geta farið í notalegt "frí" tæmast hratt þrátt fyrir að naumt sé skammtað. Þetta veit launanefndin og ætlar að neyða kennara til þess að gefast upp og semja enn einu sinni af sér. Fór í gönguferð með Borgaskólagellunum í morgun. Það var að venju upplífgandi. Svo var stefnan sett á Þjóðminjasafnið. Ákvað samt að fara ekki með. Var búin að frétta að fjölmargir verfallslúðar færu þangað í dag vegna þess að á miðvikudögum er ókeypis inn, svo þar verður án efa þröngt á þingi. Nóg í bili. Ætla út að eyða "laununum" mínum. Læt fljóta hér með litla vísu sem ég gerð einu sinni um útborguð laun mín mánaðarmótin sep/okt 2004. Svona er ég nú "skyggn". Núllið er lítið og lekkert
|

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home