mánudagur, september 27, 2004

Blaður og bláber

Maðurinn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. - Einar Benediktsson -

Var að koma úr hressandi gönguferð með öðrum verkfallslúðum. Við gengum í frábæru veðri meðfram golfvellinu og fjörunni og enduðum að lokum í glæsilegu kaffihlaðborði hjá frú Kristínu. Þar var glatt á hjalla og enda alltaf gaman þegar við komum saman. Þarna myndaðist sama skvaldrið og á kennarstofunni, ótrúlega þægilegt og maður fann söknuðinn smjúga um merg og bein. Stýrurnar okkar heiðruðu okkur með nærveru sinni, enda farnar að sakna okkar ískyggilega. Dagskrá komandi viku var ákveðin og er ætlunin að hittast á miðviku og föstudag og ganga, en svo ætla allir að mæta fyrir framan Karphúsið á fimmtudagsmorgun og sýna samninganefndinni okkar samstöðu.

Litli frændi minn gisti hjá mér í nótt. Hann er fæddur á aðfangadag en er ekkert sérlega sáttur við það. Ég var að spjalla við hann um daginn og sagðist líka eiga afmæli í desember eins og hann. Þá sagði hann : Ég á ekki afmæli í desember, ég á afmæli í bláber. Þessi mánuður hefur alveg farið fram hjá mér. Þarna er kannski kominn þrettándi mánuðurinn sem bankamenn fá laun fyrir.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home