Einn, tveir.......
Allt byrjar einhvers staðar og hér byrja ég....aftur:-)
Af okkur er allt gott að frétta. Heimasætan orðin Verslingur og líkar það ákaflega vel. Hún er búin að vera að handboltast helling undanfarin tvö ár og spilar með Stjörnunni í Garðabæ. Sá yngsti er í 5. bekk og er að gera það verulega gott í skákinni um þessar mundir. Hefur m.a. verið valinn til að fara á Norðurlandamótið í skólaskák sem haldið verður í Danmörku um miðjan febrúar. Afi ætlar líklegast að fara með honum svo það mun ekki væsa um pilt og þetta verður án efa mikið ævintýri fyrir hann. Annar eldri unglingurinn er útskrifaður úr MH og er nú að vinna í BT á meðan hann hugsar sinn næsta leik. Hinn eldri unglingurinn skipti yfir í Borgarholtsskóla og hyggst sækja um í FÍH á vormánuðum. Vonandi kemst hann inn. Eiginmaðurinn er á fullu í handboltaþjálfun um þessar mundir og hefur sem fyrr brjálað að gera í vinnunni. Ég er enn með sama bekkinn, en nú eru þau orðin 8 ára og farin að geta ýmislegt í leik og starfi. Eru ákaflega flink og falleg börn sem gaman er að vinna með og umgangast. Það sem er sameiginlegt með þeim flestum er það að foreldrar þeirra styðja mjög þétt við bakið á þeim í námi og sinna þeim sérlega vel dag hvern. Sýnir enn og aftur að það er ekkert sem kemur í stað foreldra þegar kemur að því að þroska og ala upp börn:-)

