Rok í Reykjavík
Byrjaði daginn á því að fara í sund. Veðrið var þetta týpíska rok og rigning sinnum 2, en það aftraði ekki nokkrum hressum kennslukonum frá því að bleyta aðeins í sér. Aðallega var þó setið í heita pottinum og skrafað. Þeir örfáu sundlaugargestir sem við sáum á þessum rigningarmorgni komu til okkar og og ræddu stöðu mála og það notalegt að finna það að það eru, þrátt fyrir allt þó nokkrir sem standa með okkur í þessari baráttu. Fór svo og verslaði í nýjum og endurbættum Bónus. Fann að ég keypti miklu meira en venjulega í svona stórri búð. Finnst alltaf að ég þurfi að kaupa eitthvað úr hverri hillu. Ég ætti bara að versla í sjoppu. Eða í banka. :) Eftir hádegi skrapp ég niður í verkfallsmiðstöð og hitti vinkonu mína yfir kaffibolla og kökum. Þar voru eins og í gær fjöldi manns og var mikið talað. Gömul skólasystir mín, kom alveg hneyksluð til mín og spurði mig hvort ég hefði heyrt í einni sem útskrifaðist með okkur í sjónvarpinu um daginn. Hún hefði ekki getið hugsað sér að kenna á sínum tíma vegna launanna, en talaði nú fyrir hönd Heimilis og skóla um að kennarar hefðu fengið svo mikla kjarabót síðast að þeir þyrftu ekki að fara í hart núna. Okkur fannst að hún ætti öðrum fremur að hafa skilning á þessu og mér flaug í hug nokkuð sem Jascha Heifetz orðaði svo vel:
|

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home