fimmtudagur, september 23, 2004

Verkfallsvarsla

Var verkfallsvörður í dag. Fór við þriðju konu í Valhúsarskóla og Mýrarhúsaskóla. Þar var afskaplega vel tekið á móti okkur af ljúfum en svolítið einmanalegum skólastjórum. Við stöllurnar gengum úr skugga um að þarna væri allt með felldu og enginn væri að vasast í okkar störfum. Nokkur börn voru í heilsdagsgæslunni en starfstúlkur þar sögðu að einungis 1/3 þeirra nemenda sem venjulega væru þarna, nýttu sér þjónustuna í verkfallinu. Nemendur sjálfagt flestir að læra að verða bankastjórar hjá Íslandsbanka eða heima hjá eldra systkini. Fórum svo upp í verkfallsmiðstöð. Þar var múgur og margmenni og fremur þungt hljóð í fólki eftir að ljóst var að deiluaðilar myndu ekki tala saman fyrr en eftir viku. Rosalega svekkjandi að staðan skuli vera þannig að viðsemjendur okkar skuli hafa hag af því að halda okkur í verkfalli. Sá sniðuga lausn á þessu í Fréttablaðinu í dag. Syndarverkföll (virtual strikes), kalla þeir það í Bandaríkjunum. Þá fær hvorugur deiluaðilinn þá fjarmuni sem "sparast" í verkfallinu , heldur renna þeir til einhverra góðgerðafélaga. Þetta myndi án efa stytta verkföll (og skapa jákvæðara viðhorf til, okkar kennaranna í samfélaginu).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home