miðvikudagur, september 22, 2004

Dáleiðsla

Yngri unglingurinn kom uppveðraður heim úr skólanum í dag. Dávaldur einn hafði heimsótt MS og hann hafði dottið í lukkupottinn og verið leiddur. Þetta hafði tekist þvílíkt vel og hann hafði frá mörgu að segja. Seinna um daginn fékk yngri unglingurinn svo símtal, þar sem frammistaða hans var sömuð og hann beðinn um að taka þátt í sýningu í Iðnó um kvöldið. Minn bauð bara stjúpunni góðu og eldri unglingnum með sér . Þetta reyndist síðan hin besta skemmtun. Alltaf gaman að sjá fólk gera sig að fíflum á saklausan hátt. Dávaldurinn sjálfur var mikill maður með dimma rödd. Greinilega æft lyftingar einhverntímann og tókst honum vel að transa liðið. Það er kannski spurning fyrir okkur að fá hann til að leiða samninganefnd sveitarfélaganna. Bara lítil hugmynd.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home