Jésús minn...ætli nokkur lesi þetta?
Ákvað að reyna að grafa upp lykilorðið mitt að þessari rykföllnu síðu. Tókst það og nú ætla ég að reyna að halda þessari síðu eitthvað á floti í sumar. Búið að vera annasamur vetur hjá mér með 24 fjörug og frísk 7 ára börn og nú loksins sé ég fram á rólegri tíð. Er að vísu að undirbúa afmæli hjá mínum yngsta á morgun. Hann fyllir sinn fyrsta tug og hér verður fullt hús af skemmtilegum ættingjum og vinum. Svo er meiningin að skella sér á landsleikinn, Ísland - Serbía. Á 17. júní í fyrra fórum við á einn skemmtilegasta handboltaleik sem ég hef séð og vonandi verður leikurinn á morgun jafn gifturíkur. Áfram Ísland!
1 Comments:
Hæ frænka
Ég kíki alltaf reglulega inn til þín.Nú er ekkert annað að gera en að herða sig upp í blogginu kona góð !!!
Knús til litla(stóra´)frænda í tilefni dagsins.
Kveðja að austan
Íris Mjöll
Skrifa ummæli
<< Home