laugardagur, júlí 30, 2005

Rólegheit

Það er víst bara svaka gaman hjá heimasætunni í London. Í dag var víst á áætlun að skoða helstu merkisstaði í borginni og fara í stóra hjólið. Hún lofaði að vera dugleg að taka myndir svo kannski set ég inn á nokkrar þegar hún kemur heim. Við höfum spjallað á msn á hverju kvöldi(ég þurfti að m.a.s. búa mér til hotmail...mér leið næstum eins og unglingi þegar ég loggaði mig inn:-) og það var bara reglulega gott hljóð í minni.

við ætlum bara að hafa það rólegt heima um Verslunarmannahelgina...kíkja kannski í einhverjar heimsóknir og hver veit nema við leggjum leið okkar í fjölskyldu og húsdýragarðinn í kvöld og hlýðum á hina einu sönnu Stuðmenn. Það fer reyndar svolítið eftir veðri.

Nú er útsending frá sundinu að fara að hefjast....skrifa síðar.

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Ljúfust í London



Þá er heimasætan komin til Englands. Henni var boðið af elskulegum Englendingum sem við kynntumst þegar við fórum á Ólympíuleikana í fyrra, að koma og dvelja hjá þeim í vikutíma eða svo. Ég ætla svo að hitta hana eftir viku í London og þá ætlum við mæðgur að versla svolítið saman. Það verður örugglega gaman. Svo er það auðvitað á planinu að bjóða ensku stúlkunni til okkar á næsta ári og kynna hana fyrir landi og þjóð. Heimasætan kynntist nefnilega helling af skemmtilegum krökkum þarna í fyrra og hefur m.a.s. verið í heilmiklum samskiptum við nokkur þeirra í gegnum Msn - dæmið á netinu. (Á myndinni hér fyrir ofan má sjá hópinn hennar frá því í fyrra. Þetta eru krakkar frá Englandi, Noregi, Ítalíu, Grikklandi, og Tyrklandi)Það er víst búið að plana fyrir hana ýmislegt, t.d. ferð í Tower of London, Big Ben, Stratford on avenue, og margt fleira. Þetta verður án efa heilmikil upplifun. Ein í viku og verður að bjarga sér sjálf á enskunni, er viss um að þetta gerir henni bara gott. Svo er bara að vona að hryðjuverkavitleysingarnir láti ekki til skara skríða á meðan hún er þarna úti.
Ég og Anna erum búnar að vera virkilega duglegar í líkamsræktinni. Höfum lyft ákaflega samviskusmlega og erum bara að komast í nokkuð sæmilegt form. En nú er Anna farin til Spánar svo ég verð ein á báti næstu 3 vikurnar og þá reynir á hvort ég held mér eins vel að verki.

mánudagur, júlí 11, 2005

Af leti og leiðindaveðri.


Ég er búin að vera svo löt í sumar...og hef haft svo lítið að gera að ég hef meira segja gleymt því sem ég ælaði að gera hvern dag...þetta segir amk. maðurinn minn og er ekkert sérlega imponeraður yfir framtakinu...eða framtaksleysinu hjá mér. En þessa helgi ákvað ég að snúa taflinu við og hellti mér í málningarvinnu á herbergi heimasætunnar, sem að hennar sögn var löngu tímabært. Lita-og innréttingasmekkur breytist nefnilega þegar komið er á táningsaldurinn. Við máluðum herbergið hvítt og grátt ( sem mér skilst að sé mjög "in" um þessar mundir. Eftir þessar stórframkvæmdir skelltum við okkur svo í IKEA og keyptum kommóðu, spegla, gardínur og eitt og annað smálegt. Gærdagurinn fór svo í samsetningu , upphenginar, boranir ofl. Eins og þetta væri ekki nóg ákvað ég að taka bílskúrinn í gegn áðan og endaði með því að panta mér sendibíl og sendi allt draslið á haugana. Nú finnst mér ég vera búin að vera svo dugleg að ég ákvað að blogga....nokkuð sem ég hef alveg látið vera sökum skorts á annríki. Held ég sé eins og klukka..það þarf að trekkja mig upp öðru hvoru og þá verð ég óstöðvandi þar til......

Nú vantar mig bara smá sól og blíðu þá verð ég sátt. Hver fann upp á öðru eins leiðindarsumarveðri?