föstudagur, júní 24, 2005
Sumar konur eru sumarkonur..ekki ég
Nú finnst mér vera alveg komið nóg af sumarleyfi. Gæti alveg hugsað mér að fara bara að vinna...hehe. Er nefnilega lítið fyrir ferðalög út á land eða útilegusprikl og þessar 2 vikur heima hjá mér í tiltekt og stússi...eru alveg nóg fyrir mig. Kannski er ég ekki svona sumarkona.
Ég er loksins byrjuð að líkamsræktast, eins og ég var búin að mausast yfir undanfarnar vikur. Fékk Önnu vinkonu til þess að koma og sprikla með mér í Orkuverinu. Hasssssperrurnar í höndunum eru öruggur vitnisburður um það að ég hef alls ekki verið að nota þær almennilegra(nema þá til léttari verka :-) undanfarið. Annars gengur þetta bara fínt...er farin að geta hlaupið töluvert án þess að stoppa og þreytist alls ekki svo fljótt miðað við aldur og fyrri ódugnað.
Að öðru....Las einhvers staðar um daginn hugmyndir um lengingu kennaranáms og möguleikann á að fara strax í masternám að því loknu. Ég skil vel pælinguna um lengingu kennaranáms, hún hefur verið til staðar undanfarin 20 ár eða lengur og ekkert verið gert af því að þetta kostar víst allt svo mikið. Ég er aftur á móti með einfalda og tiltölulega ódýra lausn á þessu vandamáli. Gerum 4 árið í kennó að nokkurs konar kandidatsári. Ráðum 4 árs nema sem aðstoðarkennara inn í stóra bekki og látum þá fylgja reyndum kennara heilt skólaár og taka þátt í öllu skólastarfi vetrarins. Tvisvar, þrisvar sinnum yfir veturinn kæmu svo nemarnir inn í Kennaraháskólann og skiluðu stuttri skýrslu um hvernig gengi og bæru saman bækur sínar. Hér þyrfti alls ekki að byggja stærra kennsluhúsnæði og sveitarfélögin þyrftu ekki að ráða "ófglært" fólk inn í skólana til að sinna störfum stuðningsfulltrúa. Með þessu fengi hver kennaranemi miklu raunsannari mynd af því verkefni sem hann ætti fyrir höndum og þetta væri mun markvissari kennsluþjálfun heldur en æfingakennslufyrirkomulagið eins og það er í dag. þannig færi hinn nýútskifaði kennari inn í sitt fyrsta kennsluár með einhverja alvöru reynslu. Þetta með að bjóða upp á masternám strax að loknu hefðbundnu kennaranámi finnst mér ekki sniðugt. Skil ekki alveg pælinguna á bak við það. Mér finnst að fólk verði að hafa lágmarks kennslureynslu áður en það getur orðið master í jafnviðamiklu og flóknu fagi og kennsla er. Það er svona eins og að verða prófessor í skurðaðgerðum án þess að hafa nokkru sinni skorið upp.
fimmtudagur, júní 16, 2005
Afmælisundirbúningur
Stend hér í ströngu við að undirbúa afmæli drengsins sem verður bráðum 8 ára. Eitt í dag fyrir vinina og annað á morgun á hinum raunverulega afmælisdegi, fyrir familíuna. Ákvað samt að setjast aðeins niður og kanna netheima og kannski skrifa pínupons áður en ég helli mér á fullum krafti í undirbúninginn. Þvottavél heimilisins bilaði í fyrrradag og í gær kom þvottavéladoktor og sagði að það kostaði 25000 krónur að gera við hana og ég yrði að vera þvottavélalaus í nokkra daga á meðan...það var nóg til þess að ég ákvað að kaupa nýja vél..enda ekki verið neitt sérlega sæl með þessa sem ég hafði þó ekki átt í nema 3 ár. Núna þvæ ég og þvæ í nýju siemens-vélinni, alsæl en þó nokkrum þúsundköllum fátækari.Þar sem ég var að taka til í tölvunni minni um daginn rakst ég á þetta ljóð sem ég orti fyrir nemendur mína í fyrra þegar ég var að kveðja þá eftir 4 ára samveru. Þetta er bekkur sem ég mun aldrei gleyma enda var hann minn fyrsti umsjónarbekkur. Ég man tannlaus brosin tindrandi augunog tíumilljón spurningar. Ég man hlýjar barnshendur húfuklædd höfuðog hjartanlegan hlátur. Ég man barnslegu einlægnina blikandi stoltiðog bekkjarkvöldin. Ég man sex ára svipinn sjö ára flissiðog skólatöskur í gúmmístígvélum. Ég man krummafót kríuegg og kátustu krakkana. Ég man að ég ætlaði að kenna ykkur svo margt. Hvað, man ég ekki lengur. Það eina sem ég man er það sem þið kennduð mér. |
föstudagur, júní 10, 2005
Nú er ég búin.....og rétt að byrja í sumarfríi
Er formlega komin í sumarfrí. Var alveg ,,ógissliga" dugleg í vikunni við að ganga frá, pakka niður, flytja á milli kennslustofa, telja bækur, skrifa skýrslur (einar þrjár ef ég tel rétt), taka til í tölvunni minni og setja í möppur. Kvaddi alla í gær...en ætla samt að mæta upp í vinnu á mánudaginn og hitta Kristínu til þess að undirbúa bréfið sem við þurfum að senda út í haust til allra Grafarvogsskólanna. Betra að gera það núna á meðan við munum hvað við ætlum að segja:-) Er svo á leiðinni í svakalega bleikt tjútt með Fímervum annað kvöld. Stefnan er að fara allar saman í sumarbústað á Sléttalandi og dvelja þar nætulangt við glaum og gleði. Verður örugglega gaman....enda engar leiðindaskjóður á ferð. Sá sjö ára er akkúrat viku frá því að verða átta ára og fékk að því tilefni gírahjól í fyrirfram afmælisgjöf. Hann er frekar kátur með það en þarf ennþá að venjast handbremsunum og gíraskiptingunni. Heimasætan er að fara í æfingarbúðir í handbolta um helgina. Það er úrval stúlkna sem fæddar eru 1991 sem HSí og KB banki bjóða til leiks. Það er mikil spenna hjá minni eins og gefur að skilja. |
laugardagur, júní 04, 2005
Jæja...þá hef ég formlega útskrifað 4. bekkingana mína og get farið að huga að bloggmennsku. Í gærkveldi fór ég ásamt samkennslukvinnum mínum í mjög svo óvissa óvissuferð um suððurlandsundirlendið. Við komum m.a. við á Selfossi (fæðingarbæ mínum) og fengum fínar veitingar hjá frú Áslaugu og hennar manni og fórum svo í Alviðru og skemmtum okkur fram eftir kveldi við "glens og gamanmál". Í morgun byrjaði ég á því að ganga stóran hring um Grafarvoginn með kallinum mínum og svo fór ég og horfði á litla prinsinn minn skeiða þúsund metrana í Rimaskólahlaupinu. Hann stóð sig ótrúlega vel og kom þriðji í mark í sínum aldursflokki. Meira af íþróttamennsku. Nú hef ég tekið erfiða en mjög svo nauðsynlega ákvörðun um að fara að hreyfa mig meira og markvissara þ.e. ég ætla að hætta mér inn á líkamsræktarstöð í sumar, lyfta svolítið og fara kannski í jóga og þess háttar. Auðvitað krefst svona aðgerð mikils undirbúnings svo ég eyddi deginum í dag í að kaupa mér nýja íþróttaskó og smartar íþróttabuxur...svo nú hef ég eiginlega enga afsökun fyrir því að mæta ekki í gymmið - nema að ég hef varla efni á því eftir öll þessi útgjöld :-) |



