| Við mæðginin vorum fengin til að passa ársgamla prinsessu í dag. Dagforeldrarnir veikir og raunforeldrarnir þurftu til vinnu. Svo hér sannast hið fornkveðna : Eins manns verkfall er annars manns pössun. Sú stutta var afskaplega skemmtileg og vafði okkur um fingur sér þrátt fyrir að orðaforðinn teldi aðeins 4 orð; mamma, pabba, tis (kisa) og datt. Fór að velta því fyrir mér hvort við þyrtum nokkuð á öllum þessum orðum að halda sem við notum. Það fór allavegana aldrei á milli mála hvað stutta sú vildi. Með bendingum og leikrænum tilburðum kom hún vilja sínum og skoðunum vel og skýrt á framfæri |
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home