Afmæli
Samkennari minn varð fimmtug í dag. Að því tilefni stormuðu ca. 50 kennarar og annað starfsfólk skólans í óvænta heimsókn til hennar í morgun. Með blöðrur, brauð, gos og stýrurnar ( þó ekki skólastýrurnar) í augunum sungum við fyrir hana afmælissönginn og eyddum svo góðri stund í að borða bakkelsið og spjalla. Umræðan snérist að sjálfsögðu heilmikið um verkfallið, eins og von var. Að auki ákváðum við að stofna gönguklúbb sem ætlar að hittast kl. 9:30 á hverjum morgni og ganga góðan spöl um hverfið. Enda fáir staðir sem bjóða upp á fegurri gönguleiðir en Grafarvogurinn sem liggur í skjóli Esjunnar með útsýni alla leið að Snæfellsjökli. Um að gera til að halda fólki "gangandi" á meðan á þessum leiðindum stendur. Svo mætum við bara hrikalega mjóar og fitt í kennsluna aftur. Bláber fjöllin
|

1 Comments:
Bara að prófa hvort þetta virkar.
Skrifa ummæli
<< Home