miðvikudagur, september 22, 2004

Morgunverkur

Svart skríður
myrkrið

upp í fang
haustmorgunsins

og sefur
úr sér.


Vakti til 4 í nótt. Horfði á mynd um mann sem sá drauga í hverju horni. Var frekar ósáttur við þennan hæfileika. Sætti sig svo að lokum við skyggnigáfuna og fór að hjálpa lögreglukonu að upplýsa morðmál. Horfði svo á Nágranna, vini mína frá Ástralíu. Er fljótari en unglingarnir að snúa deginum við, en aðeins í annan endann. Var vöknuð um 8 leytið og komin á fætur um 9. Hef verið að fylgjast með gangi mála á vef kennarfélags Reykjavíkur. Slóðin er http://www.kennarar.is/ fyrir áhugasama. Það er líka spjall, og í morgun las ég sérlega greindarlegt bréf frá foreldri. Hvet fólk til að kíkja á þessa síðu.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bjart skínandi
ljósið

frá kristal
ljósakrónunni

Pólsk
ofbirta

Létt æfing í hækum, skemmtileg síða sem ég les spennt.
mamms

22. september 2004 kl. 14:06  
Blogger Silfá said...

efnileg:)))

22. september 2004 kl. 14:20  

Skrifa ummæli

<< Home