laugardagur, júní 04, 2005

Jæja...þá hef ég formlega útskrifað 4. bekkingana mína og get farið að huga að bloggmennsku. Í gærkveldi fór ég ásamt samkennslukvinnum mínum í mjög svo óvissa óvissuferð um suððurlandsundirlendið. Við komum m.a. við á Selfossi (fæðingarbæ mínum) og fengum fínar veitingar hjá frú Áslaugu og hennar manni og fórum svo í Alviðru og skemmtum okkur fram eftir kveldi við "glens og gamanmál".

Í morgun byrjaði ég á því að ganga stóran hring um Grafarvoginn með kallinum mínum og svo fór ég og horfði á litla prinsinn minn skeiða þúsund metrana í Rimaskólahlaupinu. Hann stóð sig ótrúlega vel og kom þriðji í mark í sínum aldursflokki.

Meira af íþróttamennsku. Nú hef ég tekið erfiða en mjög svo nauðsynlega ákvörðun um að fara að hreyfa mig meira og markvissara þ.e. ég ætla að hætta mér inn á líkamsræktarstöð í sumar, lyfta svolítið og fara kannski í jóga og þess háttar. Auðvitað krefst svona aðgerð mikils undirbúnings svo ég eyddi deginum í dag í að kaupa mér nýja íþróttaskó og smartar íþróttabuxur...svo nú hef ég eiginlega enga afsökun fyrir því að mæta ekki í gymmið - nema að ég hef varla efni á því eftir öll þessi útgjöld :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home