Nú er ég búin.....og rétt að byrja í sumarfríi
Er formlega komin í sumarfrí. Var alveg ,,ógissliga" dugleg í vikunni við að ganga frá, pakka niður, flytja á milli kennslustofa, telja bækur, skrifa skýrslur (einar þrjár ef ég tel rétt), taka til í tölvunni minni og setja í möppur. Kvaddi alla í gær...en ætla samt að mæta upp í vinnu á mánudaginn og hitta Kristínu til þess að undirbúa bréfið sem við þurfum að senda út í haust til allra Grafarvogsskólanna. Betra að gera það núna á meðan við munum hvað við ætlum að segja:-) Er svo á leiðinni í svakalega bleikt tjútt með Fímervum annað kvöld. Stefnan er að fara allar saman í sumarbústað á Sléttalandi og dvelja þar nætulangt við glaum og gleði. Verður örugglega gaman....enda engar leiðindaskjóður á ferð. Sá sjö ára er akkúrat viku frá því að verða átta ára og fékk að því tilefni gírahjól í fyrirfram afmælisgjöf. Hann er frekar kátur með það en þarf ennþá að venjast handbremsunum og gíraskiptingunni. Heimasætan er að fara í æfingarbúðir í handbolta um helgina. Það er úrval stúlkna sem fæddar eru 1991 sem HSí og KB banki bjóða til leiks. Það er mikil spenna hjá minni eins og gefur að skilja. |
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home