föstudagur, júní 24, 2005

Sumar konur eru sumarkonur..ekki ég

Áttundi afmælisdagur Dags var haldinn í þvílíku blíðskapar 17. júní veðri að elstu menn 8og konur) muna vart eftir öðru eins. Auðvitað notuðum við tækifærið og vorum með veisluna bæði úti og inni (fólk kom bara inn til að kæla sig þegar það var búið að fá nóg af sól).

Nú finnst mér vera alveg komið nóg af sumarleyfi. Gæti alveg hugsað mér að fara bara að vinna...hehe. Er nefnilega lítið fyrir ferðalög út á land eða útilegusprikl og þessar 2 vikur heima hjá mér í tiltekt og stússi...eru alveg nóg fyrir mig. Kannski er ég ekki svona sumarkona.

Ég er loksins byrjuð að líkamsræktast, eins og ég var búin að mausast yfir undanfarnar vikur. Fékk Önnu vinkonu til þess að koma og sprikla með mér í Orkuverinu. Hasssssperrurnar í höndunum eru öruggur vitnisburður um það að ég hef alls ekki verið að nota þær almennilegra(nema þá til léttari verka :-) undanfarið. Annars gengur þetta bara fínt...er farin að geta hlaupið töluvert án þess að stoppa og þreytist alls ekki svo fljótt miðað við aldur og fyrri ódugnað.

Að öðru....Las einhvers staðar um daginn hugmyndir um lengingu kennaranáms og möguleikann á að fara strax í masternám að því loknu. Ég skil vel pælinguna um lengingu kennaranáms, hún hefur verið til staðar undanfarin 20 ár eða lengur og ekkert verið gert af því að þetta kostar víst allt svo mikið. Ég er aftur á móti með einfalda og tiltölulega ódýra lausn á þessu vandamáli. Gerum 4 árið í kennó að nokkurs konar kandidatsári. Ráðum 4 árs nema sem aðstoðarkennara inn í stóra bekki og látum þá fylgja reyndum kennara heilt skólaár og taka þátt í öllu skólastarfi vetrarins. Tvisvar, þrisvar sinnum yfir veturinn kæmu svo nemarnir inn í Kennaraháskólann og skiluðu stuttri skýrslu um hvernig gengi og bæru saman bækur sínar. Hér þyrfti alls ekki að byggja stærra kennsluhúsnæði og sveitarfélögin þyrftu ekki að ráða "ófglært" fólk inn í skólana til að sinna störfum stuðningsfulltrúa. Með þessu fengi hver kennaranemi miklu raunsannari mynd af því verkefni sem hann ætti fyrir höndum og þetta væri mun markvissari kennsluþjálfun heldur en æfingakennslufyrirkomulagið eins og það er í dag. þannig færi hinn nýútskifaði kennari inn í sitt fyrsta kennsluár með einhverja alvöru reynslu. Þetta með að bjóða upp á masternám strax að loknu hefðbundnu kennaranámi finnst mér ekki sniðugt. Skil ekki alveg pælinguna á bak við það. Mér finnst að fólk verði að hafa lágmarks kennslureynslu áður en það getur orðið master í jafnviðamiklu og flóknu fagi og kennsla er. Það er svona eins og að verða prófessor í skurðaðgerðum án þess að hafa nokkru sinni skorið upp.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home