Ljúfust í London

Þá er heimasætan komin til Englands. Henni var boðið af elskulegum Englendingum sem við kynntumst þegar við fórum á Ólympíuleikana í fyrra, að koma og dvelja hjá þeim í vikutíma eða svo. Ég ætla svo að hitta hana eftir viku í London og þá ætlum við mæðgur að versla svolítið saman. Það verður örugglega gaman. Svo er það auðvitað á planinu að bjóða ensku stúlkunni til okkar á næsta ári og kynna hana fyrir landi og þjóð. Heimasætan kynntist nefnilega helling af skemmtilegum krökkum þarna í fyrra og hefur m.a.s. verið í heilmiklum samskiptum við nokkur þeirra í gegnum Msn - dæmið á netinu. (Á myndinni hér fyrir ofan má sjá hópinn hennar frá því í fyrra. Þetta eru krakkar frá Englandi, Noregi, Ítalíu, Grikklandi, og Tyrklandi)Það er víst búið að plana fyrir hana ýmislegt, t.d. ferð í Tower of London, Big Ben, Stratford on avenue, og margt fleira. Þetta verður án efa heilmikil upplifun. Ein í viku og verður að bjarga sér sjálf á enskunni, er viss um að þetta gerir henni bara gott. Svo er bara að vona að hryðjuverkavitleysingarnir láti ekki til skara skríða á meðan hún er þarna úti.
Ég og Anna erum búnar að vera virkilega duglegar í líkamsræktinni. Höfum lyft ákaflega samviskusmlega og erum bara að komast í nokkuð sæmilegt form. En nú er Anna farin til Spánar svo ég verð ein á báti næstu 3 vikurnar og þá reynir á hvort ég held mér eins vel að verki.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home