Af leti og leiðindaveðri.

Ég er búin að vera svo löt í sumar...og hef haft svo lítið að gera að ég hef meira segja gleymt því sem ég ælaði að gera hvern dag...þetta segir amk. maðurinn minn og er ekkert sérlega imponeraður yfir framtakinu...eða framtaksleysinu hjá mér. En þessa helgi ákvað ég að snúa taflinu við og hellti mér í málningarvinnu á herbergi heimasætunnar, sem að hennar sögn var löngu tímabært. Lita-og innréttingasmekkur breytist nefnilega þegar komið er á táningsaldurinn. Við máluðum herbergið hvítt og grátt ( sem mér skilst að sé mjög "in" um þessar mundir. Eftir þessar stórframkvæmdir skelltum við okkur svo í IKEA og keyptum kommóðu, spegla, gardínur og eitt og annað smálegt. Gærdagurinn fór svo í samsetningu , upphenginar, boranir ofl. Eins og þetta væri ekki nóg ákvað ég að taka bílskúrinn í gegn áðan og endaði með því að panta mér sendibíl og sendi allt draslið á haugana. Nú finnst mér ég vera búin að vera svo dugleg að ég ákvað að blogga....nokkuð sem ég hef alveg látið vera sökum skorts á annríki. Held ég sé eins og klukka..það þarf að trekkja mig upp öðru hvoru og þá verð ég óstöðvandi þar til......
Nú vantar mig bara smá sól og blíðu þá verð ég sátt. Hver fann upp á öðru eins leiðindarsumarveðri?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home